Blak: Frítt á stórleikina gegn HK
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jan 2013 11:42 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK í fyrstu deildum karla og kvenna í blaki á morgun. Í fyrstu deild karla í körfuknattleik heimsækir Höttur Þór á Akureyri.
Um stórleiki er að ræða í blakinu því HK og Þróttur berjast þar á toppnum, einkum í kvennaflokki. Þar hefur Þróttur fimm stiga forskot á Kópavogsliðið á toppnum. Sá leikur hefst klukkan 14:00.
Karlaleikurinn hefst 12:30. Þar er HK í efsta sæti en Þróttur búinn að vinna sig upp í það fjórða eftir frekar óvæntan sigur á Kópavogsliðinu í byrjun árs.
Körfuknattleikslið Hattar heldur norður til Akureyrar í kvöld til að spila við Þór í leik sem hefst klukkan 20:00. Höttur tapaði fyrsta leik sínum á árinu gegn Haukum í Hafnarfirði 87-67 fyrir viku. Höttur er í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Þór.