Skip to main content

Blak: Bæði liðin töpuðu 1-3 gegn HK

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2023 09:57Uppfært 03. nóv 2023 09:58

Bæði karla og kvennalið Þróttar töpuðu í úrvalsdeildunum í blaki á heimavelli fyrir HK 1-3. Sérstaklega karlaleikurinn var jafnari en úrslitin gefa til kynna.


Þrótti gekk ágætlega framan af fyrstu hrinu. Þróttur var í vænlegri stöðu, 20-17 en HK jafnaði. Þróttur komst aftur yfir 23-22 aftur snéri HK taflinu sér í hag og vann 24-26.

Þróttur var með yfirhöndina alla aðra hrinu og vann hana 25-23. Í þriðju hrinu tók HK yfirhöndina þegar leið á og vann hana 20-25. Fjórða hrinan var afar jöfn. Þróttur var yfir 22-20 en þá fór allt í baklás og HK vann með að skora fimm stig í röð.

Þróttur er í fimmta sæti með átta stig úr sjö leikjum. HK er sæti fyrir neðan með sex stig úr sex leikjum.

Í kvennaleiknum vann Þróttur fyrstu hrinuna 25-22. Þróttur byrjaði aðra hrinu vel, komst í 6-1 en því svaraði HK strax og vann hrinuna örugglega 15-25.

Í þeirri þriðju kom Þróttur muninum niður í 18-19 en HK vann hana með að skora síðustu sex stigin. Fjórða hrinan var á valdi HK sem vann 19-24.

Þróttur er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig úr sex leikjum.

Mynd: Blakdeil Þróttar/Sigga Þrúða