Skip to main content
Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Blak: Algjörir yfirburðir KA

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. okt 2025 10:26Uppfært 16. okt 2025 10:26

Þróttur átti ekki roð í KA þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í blaki á Akureyri í gærkvöldi. KA vann leikinn 3-0 og hafði yfirburði í öllum hrinum.

KA gaf tóninn með að skora fyrstu sex stig leiksins. Liðið bætti stöðugt í forskotið og vann hrinuna 25-10.

Í annarri hrinu átti Þróttur fyrstu stigin en komst ekki langt áður en KA náði frumkvæðinu og vann 25-15. Í þriðju hrinu komst KA í 8-1 og leit aldrei um öxl heldur vann hana 25-9.

Þróttarliðið er á botni deildarinnar en hefur aðeins leikið þrjá leiki, alla gegn þeim liðum sem virðast ætla að verða sterkust í vetur, það er HK og KA. Sex lið eru í deildinni í vetur.

Framundan um helgina eru tveir leikir gegn Þrótti Reykjavík. Karlalið félaganna mætast einnig tvisvar. Allir leikirnir verða í Neskaupstað.