Skip to main content

„Árangurinn hjá okkur hefur verið mjög góður“

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. maí 2017 11:57Uppfært 23. maí 2017 10:31

„Fyrir mér þá er að skjóta boga eins og hugleiðsla, maður fer inn í sjálfan sig,“ segir Haraldur Gústafsson bogfimiþjálfari og upphafsmaður bogfimideildar innan Skotfélags Austurlands. Að austan heimsótti Harald og hópinn hans fyrir stuttu.



Aðeins eru fjögur ár síðan deildin komst á laggirnar, en þar æfa í dag sex manns að staðaldri. Miklar framfarir hafa orðið innan hópsins og hafa keppendur deildarinnar staðið sig vel á mótum og komu meðal annars heim með þrenn verðlaun eftir Íslandsmótið innanhúss í mars, þar Þorsteinn Ivan Bjarkason frá Egilsstöðum bætti íslandsmetið verulega í flokki undir 15 ára. Hann var hástökkvari mótsins og sló fyrra íslandsmet frá árinu 2013 með miklum mun, eða heilum 30 stigum.

Haraldur og Guðný Gréta Eyþórsdóttir hafa unnið sér inn rétt til þess að keppa á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í San Marino um mánaðamótin, en það gerðu þau með því að hafna í einu af þremur efstu sætunum í stigakeppni á Íslandsmeistaramóti utanhúss í fyrra. Í San Marino Þar munu þau keppa bæði í einstaklingskeppni og liðakeppni á 70 metra færi.