Skip to main content

Silfur og brons austur í frjálsum íþróttum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. feb 2012 18:08Uppfært 29. nóv 2012 18:08

brynjar_dadi_orvar_mi_web.jpgFrjálsíþróttamaðurinn Örvar Þór Guðnason vann til tvennra verðlauna á Íslandsmóti 15-22 innanhúss í frjálsum íþróttum nýverið. Tveir keppendur frá UÍA tóku þátt í mótinu.

  Örvar hafnaði í þriðja sæti í 200 m hlaupi og í 2. sæti í hástökk með stökki upp á 1,88 m, eftir spennandi keppni. Hinn UÍA keppandinn var Daði Fannar Sverrisson en hann hafnaði í 5. sæti í kúluvarpi og 6. sæti í 60 m grindahlaupi. Báðir æfa með Hetti.