Skip to main content

Tvö brons austur í Íslandsglímunni

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. apr 2012 11:53Uppfært 28. nóv 2012 11:54

glimagrunnskvef.jpg

Reyðfirðingarnir Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti í Íslandsglímunni sem fram fór á Ísafirði um síðustu helgi.

Sex kepptu um Grettisbeltið en tólf um Freyjumenið. Eva Dögg og Hjalti fylgja þar með eftir góðum árangri Austfirðinga en í fyrra gerðist það í fyrsta sinn að glímumenn úr fjórðungnum komust á verðlaunapall í Íslandsglímunni.

Tveir keppanda UÍA urðu einnig grunnskólameistarar í glímu en sú keppni fór fram á sama tíma. Sveinn Marinó Larsen vann í 7. bekk og Kristín Embla Guðjónsdóttir í sjötta bekk, auk þess Bylgja Rún Ólafsdóttir 8. bekk náði þriðja sæti. Keppendur á mótinu voru alls um áttatíu.