Skip to main content

Hlaupa fyrir Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar í Reykjavíkurmaraþoninu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. ágú 2012 13:35Uppfært 23. nóv 2012 13:36

Stefanía Seyðisfjörður SFK

Tvær seyðfirskar íþróttakonur ætla að hlaupa til styrktar Hollvinasamtökum Sjúkrahúss Seyðisfjarðar í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið verður á laugardag.

Þetta eru þær Stefanía Stefásdóttir, sem valinn var íþróttamaður Seyðisfjarðar í ár og Bára Mjöll Jónsdóttir. Á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar kemur fram að þær hafi verið duglegar að æfa.

Ekki veitir af þar sem Stefanía stefnir á að hlaupa heilt maraþon, 42 km. Bára Mjöll ætlar hins vegar 10 kílómetra.

Heita á Stefaníu.

Heita á Báru Mjöll.