Skip to main content

Óli Bragi varði torfærutitilinn

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. sep 2012 13:16Uppfært 23. nóv 2012 13:29

Ólafur Bragi

Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttafélaginu START, varði nýverið Íslandsmeistaratitil sinn í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæru akstri. Hann segir miklu máli skipta að hafa góða aðstoðarmenn sem haldi bílnum gangandi.

 

Ólafur Bragi innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með sigri í tveimur síðustu keppnum ársins, sem fram fóru á Akureyri. Hann varði titilinn frá í fyrra, þrátt fyrir að sleppa tveimur fyrstu keppnum ársins sem haldnar voru í Vestmannaeyjum og Reykjavík en alls voru sex umferðar í mótinu í ár. 

 

Dýrt er að halda úti liði í torfærunni og segir Ólafur Bragi mikilvægt að hafa styrktaraðila sem geri honum kleift að mæta til keppni. „Svo skiptir miklu máli að eiga góða aðstoðarmenn sem geta græjað bílinn almennilega svo hann gangi í tvær keppnir.“