Löglegt lán: Stóð á forsíðunni að lánið væri í erlendum gjaldmiðlum

sparisjodur_norrdfjardar.jpg
Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið Sparisjóð Norðfjarðar (SparNor) af kröfu lántakanda um að lán sem hann tók hjá sparisjóðnum í erlendri mynt en fól í sér skuldbindingu í íslenskum krónum með gengistryggingu yrði dæmt ólögmætt og endurreiknað. Dómurinn taldi að þar sem allan tíman hefði verið skýrt að lánið væri í erlendri mynt stæðist það lög.

Lesa meira

Engin mygla fannst á leikskólanum

skogarland_leikskoli_egs.jpg
Engar vísbendingar hafa fundist um myglu í húsnæði leikskólans við Skógarlönd á Egilsstöðum þrátt fyrir ítrekaða leit og rannsóknir. Húsið var byggt af ÍAV líkt og Votahvammshverfið þar sem myglusveppur hefur grasserað.

Lesa meira

Verðtrygging: Lögleg og siðlaus?

framsokn_2012_loka_topp6.jpg
Framsóknarmenn á Austurlandi boða til opins fundar á Kaffi Egilsstöðum um afnám verðtryggingar annað kvöld undir yfirskriftinni: „Verðtygging – lögleg og siðlaus.“ Þingmenn og hagfræðingar eru framsögumenn.

Lesa meira

Ríkið keypti Teigarhorn: Brýnt að varðveita verðmætar minjar

teigarhorn_as.jpg
Ríkissjóður Íslands hefur að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra keypt jörðina Teigarhorn í Djúpavogshreppi. Á jörðinni eru mikilvægar menningar- og náttúruminjar, þar á meðal jarðminjar sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Mikil áhersla er lögð á samstarf við heimamenn um framtíðarskipulag á jörðinni.

Lesa meira

Ær fannst lifandi eftir 80 daga í fönn

rolla_brekkugerdi_web.jpg
Ær, sem grófst undir fönn í byrjun nóvember, fannst á lífi þegar hlánaði í byrjun þorra. Bóndinn á Brekkugerði í Fljótsdal segir hana hafa verið ótrúlega spræka en mjög rýra.

Lesa meira

Steingrímur J: Hlakka til að sinna kjördæminu betur

steingrimur_j_sigufsson.jpg
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leiðir framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor þrátt fyrir að hafa tilkynnt í dag að hann sé að hætta sem formaður flokksins.

Lesa meira

Austfirskir hjúkrunarfræðingar styðja kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum

felag_islenskra_hjukrunarfraedinga.jpg
Stjórn Svæðisdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) á Austurlandi lýsir yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga Landsspítalans í viðræðum um nýjan stofnanasamning. Stjórnin lýsir einnig yfir áhyggjum sínum af ástandinu ef uppsagnir hjúkrunarfræðina á spítalanum taka gildi um næstu mánaðarmót.

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins staðfestur

xd_frambodsfundur_egs_jan13_web.jpg
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í apríl var staðfestur á kjördæmisþingi á Húsavík í gær. Ellefu konur og níu karlar eru á listanum. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, skipar fyrsta sætið.

Lesa meira

Lögreglan skoðar líkamsárás á Fellablóti

logreglumerki.jpg
Lögreglan hefur til skoðunar meinta líkamsárás á þorrablóti Fellamanna fyrir tíu dögum síðan. Fórnarlambið nefbrotnaði, fótbrotnaði og slasaðist í andliti.

Lesa meira

Gísli hættir hjá Loðnuvinnslunni eftir tæplega 40 ára starf

gisli_jonatansson_web.jpg
Gísli Jónatansson lætur af störfum sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í sumarlok eftir 38 ára starf. Hann segist ánægður með hvernig til hafi tekist en reksturinn var sérstaklega þungur fyrstu árin. Friðrik Mar Guðmundsson tekur við starfinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.