Þrjár sóttu um stöðu skólastjóra Egilsstaðaskóla

Þrír starfsmenn Egilsstaðaskóla sóttu um stöðu skólastjóra sem auglýst var laus til umsóknar fyrir skemmstu. Sigurlaug Jónasdóttir, sem stýrt hefur skólanum undanfarin ár lætur af störfum eftir yfirstandandi skólaár.

Lesa meira

Viðskiptavinum Sparisjóðsins fjölgar: Viðskiptavinir fallinna sjóða leita austur

Nýir einstaklingar bætast í hóp viðskiptavina Sparisjóðs Austurlands í hverri viku. Sparisjóðsstjórinn segir aukinn áhuga á sjóðnum eftir nafnabreytingu auk þess sem einstaklingar sem hafi verið í viðskiptum við sparisjóði sem runnið hafi inn í viðskiptabankana hafi leitað austur. Rekstur sjóðsins gekk vel á síðasta ári.

Lesa meira

Vetur og sumar frusu saman á Jökuldal

Almennt virðist hafa verið svo síðustu nótt að sumar og vetur hafi ekki frosið saman á láglendi á Austurlandi. Næturfrost mældist inn til dala og upp til fjalla.

Lesa meira

„Verkefnið er allavega komið á koppinn“

Minjastofnun Íslands úthlutaði fjórum milljónum til Fornleifafræðistofunnar til frekari rannsókna á húsarústum sem fundust við fornleifauppgröft á Stöð í Stöðvarfirði í nóvember.

Lesa meira

Ríflega þriggja tíma seinkun á flugi vegna bilunar

Farþegar sem áttu bókað far austur í Egilsstaði með Flugfélagi Íslands í morgun biðu á Reykjavíkurflugvelli í rúma þrjá klukkutíma eftir að vélin færi í loftið vegna bilunar.

Lesa meira

Tæpar 280 milljónir austur vegna óveðurstjóns

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra tillögu um tæplega 280 milljóna styrk til stofnana og sveitarfélaga í kjölfar óveðurs sem gekk yfir fjórðunginn í lok síðasta árs.

Lesa meira

106 íbúðir á Austurlandi seldar til Heimavalla

Íbúðalánasjóður undirritaði í gær samning við leigufélagið Heimavelli um kaup þess á 139 fasteignum af sjóðnum í einu lagi en 106 íbúðanna eru á Austurlandi. Heimavellir átti hæsta tilboðið í íbúðirnar í opnu söluferli sem hófst í desember síðastliðnum.

Lesa meira

Vopnafjörður: Vilja frekari gögn um hreindýraeldi

Landbúnaðarnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur óskað eftir frekari gögnum um hugmyndir tveggja athafnamanna um að hefja hreindýraeldi í firðingum. Atvinnumálanefnd fagnar framtaki sem kunni að auka aðdráttarafl byggðarlagsins.

Lesa meira

Átta vilja í stól skólameistara

Umsókn­ar­frest­ur um stöðu skóla­meist­ara við Mennta­skól­ans á Eg­ils­stöðum rann út mánu­dag­inn 8. apríl sl. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti bár­ust átta um­sókn­ir um stöðuna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.