Vonast til að viðgerð sé lokið á Seyðisfirði

Vonast er til að viðgerð sé lokið á bilun sem kom upp í vatnshreinsistöð á Seyðisfirði. Íbúar eru þó beðnir um að sjóða allt neysluvatn þar til annað hefur verið gefið út.


„Þetta fer að komast í lag og þá skolum við út kerfið. Þetta ætti að klárast í dag,“ sagði Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri í samtali við Austurfrétt.

Í morgun bárust niðurstöður úr sýnatöku á neysluvatninu sem sýndu að það var ekki jafn hreint og það ætti að vera. Þeim tilmælum var því beint til íbúa að sjóða neysluvatn, einkum fyrir ung börn, aldraða og veika.

Þótt gerlamengunin hafi verið til staðar að minnsta kosti yfir helgina segir Vilhjálmur ekki vitað til þess að hún hafi valdið neinum veikindum. „Við vitum ekki um nein tilfelli enda skilst okkur að matnið sé ekki verulega mengað. Það er hins vegar ekki í fullum gæðum og þess vegna er þetta nauðsynlegt.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.