Vonast til að hægt verði að opna til Seyðisfjarðar um miðjan dag

seydisfjordur.jpg
Mokstursmenn Vegagerðarinnar eru á störfum á Fjarðarheiði en til Seyðisfjarðar hefur verið ófært síðan á laugardagskvöld. Búið er að opna Oddsskarð.

Mikill snjór hefur safnast upp á Fjarðarheiði og gengur mokstur þar hægt. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni fyrir hádegi að vonast væri til að hægt yrði að opna um miðjan dag.

Hjá Flugfélagi Íslands er verið að skoða þörfina á að fara með aukavél austur í Egilsstaði í dag. Allnokkrir þeirra gesta sem veðurtepptir voru á Seyðisfirði um helgina áttu bókað far til Reykjavíkur eftir hana.
 
Vegurinn yfir Oddsskarð var opnaður í morgun en þar er þungfært. Moksturstæki eru að störfum við að hreinsa veginn þannig hann verði fær öllum bílum.

Vopnafjarðarheiði var sömuleiðis opnuð í morgun og Möðrudalsöræfum. Í kortum Vegagerðarinnar er varað við hálku á Vopnafjarðarheiði en snjór er á öræfum.

Óvissuástandi vegna snjóflóða sem Veðurstofan lýsti yfir í gærkvöldi hefur verið aflétt. Áfram er þó varað við því að nýfallinn snjór geti verið laus í sér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.