Vegagerðin óskar tilboða í vegaframkvæmdir um Berufjarðarbotn

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð 4,9 km langs vegar um Berufjarðarbotn ásamt smíði 50 metra langrar brúar og gerð 1,7 km langra heimreiða að bæjunum Berufirði og Hvannabrekku.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar sem birt var í dag. Annars vegar er um að ræða nýbyggingu á 2,9 km kafla Hringvegar norðan Berufjarðar og er um 1 km af þeim hluta yfir sjávarvog. Hins vegar er endurgerð Hringvegar á 2,0 km löngum kafla sunnan Berufjarðar.

Fjárveitingar á fjárlögum dugðu ekki til ætlaðra framkvæmda í samgönguáætlun og tók ráðherra að sér að ákveða forgangsröðun. Berufjarðarbotninn var sem fyrr segir ein þeirra framkvæmda sem sett var í bið.

Íbúar svæðisins stóðu fyrir mótmælum í tvígang í mars og í lok mars tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að 1200 milljónum hefði til viðbótar verið ráðstafað til vegamála, þar á meðal í verkefnið í Berufjarðarbotni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar