Varað við rafmagnstruflunum á Austurlandi

Landsnet hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegra rafmagnstruflana í suðvestanhvassviðri sem spáð er seinni partinn í dag.

Í tilkynningu Landsnets segir að reikna megi með vindáraun á raflínur og sé hætt við truflunum, einkum á svæðinu milli Hafnar í Hornafirði og Vopnafjarðar, að báðum stöðum meðtöldum.

Vonast er til að stormurinn standi stutt, eða frá klukkan 16 til 21.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið frá 15:30-23:00 og gul viðvörun fram til morguns. Á Möðrudalsöræfum er þegar skollin á éljagangur með hálku sem stendur fram eftir nóttu. Þar verður mjög hvasst þegar líður á daginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar