Úrslitakeppnin í blaki hefst í kvöld

Úrslitakeppni karla um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Þróttur tekur á móti KA.

Leikið verður í íþróttahúsinu í Neskaupstað klukkan 19:30 í kvöld en annar leikur liðanna verður á Akureyri á föstudagskvöld.

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslitin. Liðin mættust tvisvar fyrir áramót í deildinni, KA vann fyrri leikinn á Akureyri 3-2 en Þróttur þann seinni í Neskaupstað 3-0.

Með góðum endaspretti náði Þróttur fjórða sæti deildarinnar og þátttökurétti í neðri krossi, hársbreidd á undan KA sem varð fimmta og spilaði í neðri krossi. KA vann þar fimm af sex leikjum sínum meðan Þróttur vann tvo af fjórum í efri krossinum.

Úrslitakeppni kvenna hefst á morgun. Þar mætir Þróttur HK í fyrsta leik í Kópavogi.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigríður Þrúður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar