Tveir í einangrun í Norrænu

Tveir farþegar Norrænu, sem væntanleg er til Seyðisfjarðar í fyrramálið, eru í einangrun um borð eftir að hafa greinst með Covid-19 smit.

Veiran greindist í tvímenningunum við komu þeirra um borð í Hirtshals í Danmörku. Báðir höfðu áður framvísað neikvæði PCR prófi, tekið innan við 72 klukkustundum fyrr.

Ekki er talið að aðrir farþegar séu útsettir fyrir smit. Einstaklingarnir verða áfram í einangrun eftir komuna til landsins og undir sóttvarnayfirvalda, sem meðal annars kanna hvort smitið kunni að vera gamalt. Hvorugur sýnir nein einkenni Covid-smits.

Um borð eru alls 77 farþegar. Samkvæmt reglum fara þeir allir í sýnatöku við komuna og síðan fimm daga sóttkví áður en sýni er tekið úr þeim á ný.

Mynd: SigAð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar