Tveir hvalrekar á stuttum tíma

Tvo hvali, andanefju og hnúfubak, rak nýverið á austfirskar fjörur. Annað dýrið var lifandi þegar það fannst en ekki var unnt að koma því aftur til hafs.


Hvalanna tveggja varð vart síðustu vikuna í ágúst. Úti á Héraðssandi varð heimilisfólk frá Ekru vart við Andanefju. Hún er þar enn en hræ hennar er illa farið.

Andanefjan er hvalur sem kafar djúpt og getur verið lengi í kafi. Andlit þeirra þykir sérstakt þar sem þær eru með trýni og bratt enni fullt af fitu.

Skarphéðinn G. Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands segir andanefjuna á sandinum ekki hafa verið mjög stóra.

Fyrir rúmri viku létu ferðamenn í Stapavík vita af hval, um tíu metra löngum hnúfubak, sem strandaður var uppi á miklum grynningum neðan við Krosshöfða í Strandavík.

Samkvæmt reglum ber þá að tilkynna Umhverfisstofnun, héraðsdýralækni, heilbrigðiseftirliti, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun og lögreglu um dýrið. Þar sem ekki þótt hægt að bjarga hvalnum tók dýralæknir ákvörðun um aflífun.

Skarphéðinn segir það alltaf tíðindi þegar hvali rekur á land. „Það gerist ekki á hverjum degi.“

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.