Tvær vikur í undirritun samnings um Norðfjarðarflugvöll

Þessa dagana er verið að ganga frá samningum um uppbyggingu og malbikun Norðfjarðarflugvallar. Framkvæmdir ættu að geta hafist innan skamms.


Lokadrög að samningi Fjarðabyggðar við ISAVIA voru lögð fram á fundi bæjarráðs á mánudag. Þar er kveðið á um skiptingu fjármögnunar við verkið.

Á fjárlögum í ár er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í verkið en sveitarfélagið og fyrirtæki í Fjarðabyggð leggja til 75 milljónir. Jón Björn Hákonarson, formaður bæjarráðs, sagðist í samtali við Austurfrétt í dag gera ráð fyrir að samningurinn yrði undirritaður eftir tvær vikur.

ISAVIA stendur að framkvæmdinni og er að ganga frá samningi við Héraðsverk, að undangengnu útboði, um verkið. Fljótlega ætti þá að vera hægt að byrja á efnisvinnslu en verklok eiga að vera í júlí 2017.

Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.