Þrjú hreindýr drápust í árekstri

Þrjú hreindýr drápust þegar þau urðu fyrir fólksbifreið á Háreksstaðaleið í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um atvikið laust fyrir klukkan hálf níu. Atvikið átti sér stað á þjóðveginum ekki fjarri eyðibýlinu Háreksstöðum sem vegstæðið er kennt við.

Bifreiðin var óökufær á eftir en ökumaður hennar slapp ómeiddur. Starfsmenn Fljótsdalshéraðs komu síðan á vettvang og hreinsuðu til eftir slysið.

Síðustu dagar hafa annars verið tíðindalitlir hjá lögreglu. Þorrablótavertíðin stendur nú yfir og hafa blótin að mestu farið vel fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar