Tap af rekstri Djúpavogshrepps

Átta milljóna halli var á afkomu Djúpavogshrepps á síðasta ári. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um tæpar 28 milljónir.


Þetta kemur fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir síðastliðið ár. Rekstrartekjur A og B hluta námu 546,7 milljónum en rekstrargjöldin rúmum 535 milljónum. Það eru hins vegar 19,5 milljónir í fjármagnsliði sem mynda tapið.

Halli er á A-hluta um tæpar 28 milljónir. Miklu munar um launahækkanir sem eru 40 milljónir á milli áranna 2014 og 2015.

Fræðslumál eru stærsti liðurinn en útgjöld til þeirra nema 213 milljónum króna og hækka um 60 milljónir milli ára.

Í fjarhagsáætlun var gert ráð fyrir 12 milljóna tapi á A hluta en 12 milljóna króna heildarhagnaði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.