„Það er frábær helgi framundan“

„Sjómannadagshelgin er stærsta helgi sumarsins á Eskifirði og mikið um að vera,“ segir Kristinn Þór Jónasson, formaður sjómannadagsráðs Eskifjarðar.

„Dagskráin er hefðbundinn og undirbúningur er í fullum gangi. Að venju er eitthvað fyrir alla og bærinn fyllist af brottfluttum Eskfirðingum þannig að það er frábær helgi framundan.“

Skipulögð dagskrá hófst í Neskaupstað og á Eskfirði í gærkvöldi. Sundlaugarpartý, dorgveiðikeppni, hoppukastalar, hópsiglingar, sjósund, unglingaball, bílasýning, myndlistarsýning og tónleikar eru meðal dagskrárliða.

Spilað verður fyrir dansi bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Á Norðfirði verða Steinar og Bjarni á föstudeginum og Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar á laugardeginum. Á Eskifirði heldur Dj. Doddi Mix uppi fjörinu á kaffihúsinu á föstudeginum en á laugardeginum sér Buff ásamt Ernu Hrönn um sjómannadagsballið í Valhöll. Dagskrána má sjá hér.

Götuþríþraut á Eskifirði
Götuþríþrautin á Eskifirði verður á sínum stað á laugardaginn, sem sameinar unga sem aldna í keppni og skemmtun. Vegalengdir eru frá „Super Sprint“, þar sem börn keppa saman og/eða með fullorðnum í liði, upp í „Olympíska vegalengd“ þar sem keppnisskap lengra kominna ræður ríkjum. Nánar má lesa um keppnina hér og fylgjast með viðburðinum hér.

Sjómannadagshelgin á Djúpavogi
Á Djúpavogi verður sjómannadagurinn með hefðbundnu sniði, meðal annars með sjómannadagskaffi- messa, dorgkeppni og siglingum. Dagskrána má sjá hér.

Sjómannadagshelgin á Seyðisfirði
Á Seyðisfirði verður ýmislegt um að vera um sjómannadagshelgina, svo sem golfmót, markaðsdagur verslana, sigling, sjómannadagsmessa auk þess sem veitingastaðir verða með freistandi tilboð á mat. Dagskrána má sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar