Starfsmenn í heimaþjónustu vilja félagsmálastjóra áfram

Átta starfsmenn félags- og heimaþjónustu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í Neskaupstað hafa sent bæjarráði Fjarðbyggðar mótmælabréf vegna starfsloka Sigríðar Stefánsdóttir, félagsmálastýru.

 

Image„Við undirrituð, starfsmenn félags- og heimaþjónustu í Neskaupstað, mótmælum harðlega því að starfslok hafi verið gerð við forstöðukonu félagsmálasviðs Fjarðabyggðar. Aldrei hefur borið skugga á samstarf okkar við hana sem yfirmann og furðum við okkur á því að ekki virðist áhugi vera lengur á starfskröfum hennar innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar,“ segir í bréfinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar