Starfsleyfi gefið út á Eiðum gegn vilyrði um lagfæringar

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gefið út starfsleyfi fyrir gistirými fyrir allt að 40 manns til tveggja ára á Eiðum. Úrbóta er þó þörf á fráveitumálum þar á starfsleyfistímanum.


Í nýjustu fundargerð heilbrigðisnefndar kemur fram að fyrirkomulag fráveitu á Eiðum sé ekki í samræmi við fráveitureglugerð.

Mjög mikil mengun hafi mælst í Eiðalæk við útrás fráveituvirkis neðan vegar, á svæði gamla Alþýðuskólans á Eiðum, og þar hefur nefndin ekki heimilað útgáfu samfelldrar starfsemi sem myndi auka álag á fráveituna.

Í byrjun sumars var hins vegar farið af stað með gistingu í húsnæði gamla barnaskólans sem er ofan vegar og þar hefur gerlafjöldi verið mun minni og verið gefin út leyfi fyrir skammtímastafsemi fyrir takmarkaðan fjölda fólks.

Áður bárust umsóknir um starfsleyfi í tveimur húsum á fráveitunni ofan vegar fyrir alls 40 gistirými. Áður en leyfin voru gefin út til tveggja ára var fengið vilyrði frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem sér um fráveituna, um úrbætur á starfsleyfistímanum.

Þá var starfsmönnum HAUST falið að fylgjast með álagi á fráveituna og gera kröfur um tíðari tæmingar rotþróarinnar ef aukin ummerki verða um álag.

Þá gaf heilbrigðisnefnd útgáfu tveggja starfsleyfa vegna sölu gistingar á Fljótsdalshéraði til loka maí á næsta ári þar sem eru einkavatnsveitur en þær þær uppfylla ekki alveg skilyrði þess að hægt sé að veita starfsleyfi þeirra vegna.

Gerðar eru kröfur um að úrbætur verði gerðar á starfsleyfistímanum og að á þeim tíma sé skylt að hafa við alla vaska skilti sem upplýsir kaupendur gistingar um að sjóða þurfi neysluvatnið, heilnæmi þess sé ekki tryggt.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar