Sótölvaður á sveitarúnti

Lögreglustjórinn á Austurland hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir margfelld umferðarlagabrot. Brotin framdi maðurinn á ferð sinni úr Álftafirði norður í Hörgársveit.


Manninum er gefið að sök að hafa verið keyrt ölvaður og undir áhrifum kannabisefna, sviptur ökurétti ævilangt á bifreið sem var óskráð og án skráningarmerkja.

Samkvæmt lýsingu í ákæru hófst ferðin við sveitabæ í Álfafirði þaðan sem ekið var norður þjóðveg númer eitt. Henni lauk á heimreiðinni að bæ í Hörgársveit þar sem maðurinn velti bílnum.

Kannabisefni fundust í vasa mannsins við leit þegar lögregla hafði afskipti af honum í tengslum við veltuna.

Vínandamagn í blóði hans mældist 1,85 prómill. Samkvæmt grein á doktor.is jafngildir það neyslu 7-8 áfengra drykkja og leiðir til „alvarleg skerðingar líkamlegrar og andlegrar starfsemi, ábyrgðarleysis, erfiðleika með að standa, ganga og tala.

Skynjun og dómgreind brenglast verulega. Ekur í þokumóðu og hefur nánast enga stjórn á ökutæki.“

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og hann verði sviptur ökurétti ævilangt!

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.