Smáhýsin á Mjóeyri meðal þeirra bestu á Norðurlöndunum

Ferðaþjónustan Mjóeyri kemst á topplista breska blaðsins The Guardian þar sem farið er yfir 20 bestu smáhýsin til að gista í á ferð um Norðurlöndin. Mjóeyri er einn fimm íslenskra staða á listanum.


Blaðið segir frá viðarkofum sem hýst geti 4-6 gesti. Tveir þeir séu sérlega rúmgóðir með svölum, eldhúsi og sjónvarpi.

Síðan er allt það sem í boði er á Mjóeyri fyrir gesti. Staðarhaldararnir Sævar Guðjónson og Berglind Ingvarsdóttir skipuleggi ferðir í hellaskoðun, veiði, göngur eða fuglaskoðun og jafnvel sé hægt að kynnast seinni heimsstyrjöldinni á Austurlandi. Eins sé hægt að leigja mótorbáta til að skoða fjörðinn frá sjónum.

Á listanum gefur að líta smáhýsi í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Íslandi. Mjóeyri er eini austfirski staðurinn á listanum en að auki eru þar Krýsuvík og Brimnes á Norðurlandi, Brennistaðir á Vestfjörðum og Fossatún í Borgarfirði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.