Slæmt ástand Berufjarðarvegar: dugir skammt að hefla

Svavar Pétur Eysteinsson tónlistarmaður og bóndi á Karlstöðum í Berufirði er orðinn langþreyttur á ástandi þjóvegar eitt fyrir botn fjarðarins.

Í lok síðustu viku sprakk dekk í hjá Svavari Pétri í þriðja sinn á nokkrum dögum á malarkaflanum í Berufirði. Svavar segir að bæði bíllinn og dekkinn séu ný en þoli einfaldlega ekki þennan vegkafla. Hann segist hafa átt þann kost einan að leggja fólksbílnum og keyra harðgerðara farartæki á Djúpavog en leiðina þurfa þau hjónin að fara með börn til og frá leikskóla daglega.

Svavar segir ástandið á veginum hafa verið einstaklega slæmt, „Þetta er bara eins og að keyra á gaddavír en við þurfum að keyra þetta til að sækja þjónustu í okkar sveitarfélagi. Kostnaðurinn sem hlýst af ástandi vegarins er náttúrulega gríðarlegur fyrir okkur sem þurfum að fara þetta reglulega, bíllinn minn er til dæmis enn einu sinni á dekkjaverkstæði á Breiðdalsvík núna.”

Nú hefur vegurinn verið heflaður en Svavar segir það duga skammt „Vegurinn verður kominn í ólag aftur eftir nokkrar vikur.”

Svavar telur einfaldlega ótækt að klára ekki að leggja bundið slitlag á þjóðveg eitt. „Það eru 18 ár síðan vegurinn um Berufjörð var klæddur. Vegna ósættis um styttingu var vegurinn ekki kláraður í botni fjarðarins. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta stundinni lengur. Það þarf að leggja bundið slitlag á gamla veginn strax, samhliða því að reyna að ná lendingu um nýjan veg og það hefði átt að gera fyrir löngu.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.