Skoða málssókn vegna Borgunar

Forsvarsmenn Sparisjóðs Austurlands íhuga að fylgja fordæmi Landsbankans málssókn á hendur stjórnendum kortafyrirtækisins vegna skorts á upplýsingum þegar sjóðurinn seldi bréf sín í Borgun árið 2014.


„Við höfum verið að fylgjast með og skoðum það sem Landsbankinn hefur nú ákveðið,“ segir Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Bankaráð Landsbankans tilkynnti á föstudag að það hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölu á eignarhlut bankans í Borgun árið 2014. Bankaráðið telur bankann hafa farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum voru ekki veittar nauðsynlegar upplýsingar.

Sparisjóðurinn seldi einnig bréf til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Sjóðurinn átti 0,32% af heildarhlutafé Borgunar og seldi bréfin á genginu 15,56 fyrir 22,2 milljónir króna sem skilaði um 15 milljóna söluhagnaði. Virði hlutarins kann hins vegar að hafa verið meira.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.