Skautafélagið fær grindur að gjöf

Skautasvellið við Samfélagssmiðjuna hefur notið mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna í vetur. Skautafélaginu barst á dögunum gjöf frá versluninni Vaski en þau gáfu stuðningsgrindur fyrir byrjendur.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að grindurnar gera skauturum auðveldara fyrir að taka fyrstu skrefin í íþróttinni og finna jafnvægið.

„Okkur finnst svo flott framtak að bjóða upp á skautasvell hér á Egilsstöðum, að við vildum endilega fá að leggja okkar af mörkum og styðja við það,“ segir Tinna Björk Guðjónsdóttir innkaupastjóri Vasks í samtali á vefsíðunni.

Grindurnar hafa nú verið á svellinu í nokkrar vikur og gefið góða raun.

„Það er svo gaman þegar fjölskyldan getur hreyft sig öll saman, svona stuðningsgrindur auka möguleikann á því að allir geti verið með,“ segir Tinna Björk.

Skautasvellið er opið öllum og grindurnar til taks í birgi við svellið.

Mynd: Múlaþing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar