Silkitoppur gera vart við sig á Austurlandi eftir langt hlé

Óvenju margar tilkynningar um fuglategundina silkitopp bárust frá Austurlandi í síðustu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem gerð var í byrjun janúar. Helmingur allra tilkynninga um þann fugl á Íslandi frá þeim fjórðungi.

Silkitoppa er fallegur spörfugl sem almennt gerir sér hreiðurstað í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglinn tiltölulega gæfur og félagslyndur en er ívið minni en skógarþrösturinn. Þeirra verður vart annars lagið á Íslandi en þessir fuglar leggja aðeins í langferðir þegar fæðuframboð á uppeldisstöðvum er takmarkað.

Þetta mun vera, samkvæmt úttekt Austurfréttar, fyrsti veturinn í rúmlega tíu ár sem fuglaáhugafólk austanlands verður vart við silkitopp á talningardögum. Síðast varð hans vart hér um slóðir árið 2013 og þá aðeins átta fuglar alls í heildina. Í talningunum helgina 6. til 7. janúar sáust hvorki fleiri né færri en 35 þeirra flögra um sem er um helmingur allra slíkra fugla sem sáust í landinu öllu þá helgina. Þrettán silkitoppur til viðbótar sáust á Norðausturlandi

Aðeins tvær aðrar sjaldgæfar fuglategundir sáust á Austurlandi umrædda talningarhelgi. Annars vegar einn glóbrystingur og hins vegar einar fjórar glókollur. Hafa þarf þann fyrirvara á að árviss vetrarfuglatalning er framkvæmd af sjálfboðaliðum og aðeins þessa einu helgi ársins.

Mynd frá Náttúrustofu Austurlands sýnir fallegan silkitopp. Þeir stopulir á Íslandi enda yfirgefa aðeins heimahagana ef fæða er af skornum skammti. Slíkum fuglum þykir fátt betra en epli ef fólk rekst á þá á förnum vegi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar