Samfélagssjóður veitir 12 milljónir króna í styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Samfélagssjóð Fljótsdals fyrir árið í ár. Alls verður 12 milljónum kr. veitt í styrki hjá sjóðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Þar segir að óskað er sérstaklega eftir umsóknum með áherslum á sjálfbæran landbúnað og nýtingu náttúruauðlinda, einstakra náttúru og sögu, og/eða tækifæri til framtíðar. En þessir þættir eru áherslur sjóðsins árið 2021.

„Samfélagssjóður Fljótsdals er eitt af áhersluverkefnum innan samfélagsverkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal. Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði nýsköpunar, umhverfis, velferðar, atvinnu eða menningar sem stuðla að samfélagsþróun og/eða aukinnar eflingu atvinnulífs í Fljótsdalshreppi.“ segir í tilkynningunni

Þrjú verkefni voru styrkt af sjóðnum á síðasta ári, Gunnarsstofa, Sauðagull og Hengifoss ehf.

Á vegum Gunnarsstofu fékk verkefnið Ævintýri á Héraði – Fjölskylduleikur, styrk fyrir skemmtilegan leik handa íslenskum fjölskyldum á ferðalagi um Austurland. Ævintýraleikurinn Leitin að gulli ormsins hafði það markmið að dreifa ferðamönnum betur um Héraðið, að vekja athygli á áhugaverðum stöðum og að skapa afþreyingu fyrir fjölskyldur.

Sauðagull er orðið þekkt vörumerki á Austurlandi en um er að ræða góðgæti úr sauðamjólk, eins og osta og konfekt. Markmið Sauðagulls er að endurvekja gamalt handverk og framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. 

„Nýting á sauðamjólk til manneldis hefur mikið lagst af vegna breytinga í landbúnaði og var því tækifærið í að koma þessu aldargömlu hugmynd aftur af stað. En nýting úr sauðfjármjólk er jafnframt betri en í kúamjólk.“ segir í tilkynningunni.

Hengifoss ehf þ.e. Ingólfur Friðriksson fékk styrk til að stika út og bæta öryggi á gönguleiðinni um Tröllkonustíg og Klausturfjall. Um var að ræða samstarfsverkefni við Snæfellsstofu og Skógrækt ríkisins.

Allar upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarreglur, áherslur, matsskrá og umsóknareyðublað má finna á fljotsdalur.is. Umsóknum skal skilað rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti miðvikudaginn 17.febrúar 2021

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar