Rafrænt umsóknarkerfi í bígerð á Vopnafirði

"Vinna við innleið­ingu tíma­skrán­ing­ar­kerfis fyrir starfs­fólk sveit­ar­fé­lagsins er í fullum gangi. Einnig er verið að hefja vinnu við rafrænt umsókn­ar­kerfi á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins, mála­skrá og stjórn­enda­mæla­borð fyrir fjár­hags­kerfið."

Þetta kemur fram í skýrslu Söru Elísabetar Svansdóttur sveitarstjóra á síðasta fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps.

Í skýrslunni segir m.a. að fjöl­þjóðleg lista­hátið barna er í gangi á leik­skól­anum og hefur skapað mikla ánægju. Einnig er verið að greina mötu­neyt­is­málin hjá sveit­ar­fé­laginu.

„Þó nokkuð er um að vera í skipu­lags­málum. Auglýs­inga­tíma vegna Þver­ár­virkj­unar og strengs yfir Hell­is­heiði er lokið og hafa breyt­ing­arnar nú þegar tekið gildi. Hafist verður handa við Þver­ár­virkjun og streng­lögn yfir Hell­is­heiði í vor/sumar. Auglýs­inga­tíma vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi hafnar er lokið og mun taka gildi í kjöl­farið,“ segir í skýrslunni.

„Breyt­ing­ar­til­laga vegna breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna Ytri Hlíðar er í auglýs­ingu núna og mun taka gildi í apríl/maí. Verið er að skipu­leggja íbúa­fundi í maí vegna endur­skoð­unar aðal­skipu­lags og vernd­ar­svæðis í byggð og verið er að vinna að fýsi­leika­könnun vegna sund­laug­ar­mála hjá sveit­ar­fé­laginu.

Fram­kvæmdir hafa verið í Sundabúð og Mikla­garði og hafinn er undir­bún­ingur vegna nýrrar útrásar í Skála­nesvík. Einnig er vinna hafin við að skipta ljósum á ljósastaurum yfir í LED. Verið er að leita tilboða í fram­kvæmdir sveit­ar­fé­lagsins sem fyrir­hug­aðar eru 2021.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar