Nýting hótelherbergja aðeins 18% á Austurlandi

Nýting hótelherbergja á Austurlandi í september var aðeins 18% en í sama mánuði í fyrra var hún 64%. Þetta kemur ekki á óvart þar sem flest hótel og gistiheimili í fjórðungnum voru lokuð eða að loka í mánuðinum vegna hruns í komu ferðamanna. Til samanburðar var nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu aðeins 13,8% í september.


Í nýjum tölum Hagstofunnar kemur fram að heildarfjöldi greiddra gistinátta í september síðastliðnum dróst saman um 88% samanborið við september 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 85%, um 86% á gistiheimilum og um 84% á öðrum tegundum skráðra gististaða

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í september drógust saman um 96% á milli ára en íslenskum gistinóttum fjölgaði um 28%. Gistinætur Íslendinga voru 47.800, eða 74% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 16.400 eða 26%

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum á hótelum úr 215.000 í 21.300 á milli ára eða um 90%. Á sama tíma dróst framboð hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu saman um 39,5% á milli ára um leið og herbergjanýting féll um 64,8 prósentustig á milli ára og var 13,8% í september síðastliðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.