Sérkennileg norðurljós í Hallormsstaðaskógi

Þeir sem búa í Hallormsstaðaskógi og nágrenni gátu séð norðurljósinn aðfararnótt sunnudagsins. Voru þau óvenjuskær miðað við árstíma og nokkuð sérkennileg í laginu.

Myndin sem fylgir hér með er tekin af Andrezj Tazz, pólskum starfsmanni Hótels Hallormsstaðar um miðnættið. Yfirleitt sveiflast norðurljósin í mjúkum sveipum en þessi á myndinni eru kassalaga.

Fáir ferðamenn voru á hótelinu og vart að hugsa um norðurljós enda hefst hefðbundið norðurljósatímabil ferðamanna hérlendis ekki fyrr en nær dregur október. Raunar eru litlar líkur á slíkri ferðamennsku í ár sökum COVID.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.