Nóg til af lóðum í Fjarðabyggð en byggja þarf mun meira

Töluvert vantar upp á að fjöldi íbúða í byggingu í Fjarðabyggð svari áætlaðri íbúafjölgun sveitarfélagsins næstu ár og áratug að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS.)

Samkvæmt mannfjöldaspám er gert ráð fyrir að í sveitarfélaginu fjölgi fólki um 520 manns á næstu fimm árum og yfir þúsund manns til ársins 2033. Heildarfjöldi íbúa verði því kringum 6.500 alls í lok árs 2033. Það merkir að íbúum fjölgar um hundrað ár hvert eða alls fjölgun um 20% næsta áratug. Til samanburðar hefur íbúum Fjarðabyggðar fjölgað um tæp 4% frá árinu 2021.

Áætlanir Fjarðabyggðar gera ráð fyrir að mest þörf á nýjum íbúðum næstu árin verði á Reyðarfirði þar sem byggja þarf 22 íbúðir ár hvert. Reisa þarf 14 íbúðir árlega í Neskaupstað og 9 íbúðir á Eskifirði ár hvert.

Alls voru 42 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu síðastliðinn september þegar HMS framkvæmdi þar íbúðatalningu sem er langt frá að mæta áætlaðri þörf sem er um 60 nýjar íbúðir ár hvert. Stofnunin tekur þó fram að nægt framboð er af lóðum. Einar 250 byggingarhæfar lóðir voru til staðar í Fjarðabyggð á síðasta ári og samkvæmt deiliskipulagi til 2026 bætast aðrar 185 lóðir við yfir það tímabil. Flestar eru lóðirnar á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.

Lóðaframboð misjafnt milli bæjarkjarna í Fjarðabyggð en flestar eru þær á Reyðarfirði þar sem gert er ráð fyrir flestum nýjum íbúðum næsta áratug. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.