Minna á nýjar reglur á miðnætti

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi minnir Austfirðinga á að hertar reglur vegna Covid-19 faraldursins taka gildi á miðnætti. Reglurnar ná yfir landið allt þótt staðan sé ágæt eystra í augnablikinu.

Stærsta breytingin er sú að almennt mega ekki vera nema 20 manns samankomnir á sama tíma í einu. Á því eru hins vegar nokkrar undantekningar, sem nánar er getið um í tilkynningu heilbrigðisráðherra. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir og tekur gildi á sama tíma.

Samkvæmt frétt á heimasíðu Verkmenntaskóla Austurlands hefur verið ákveðið að fella nær alla kennslu niður á morgun, mánudag, á meðan skólastarfið verður skipulagt samkvæmt nýju reglunum.

Staðan á Austurlandi er þó ágæt í augnablikinu. Einn er í einangrun vegna virks smits og aðeins tveir í sóttkví.

Aðgerðastjórn minnir þó engu að síður á mikilvægi þess að fylgja reglum, gæta að fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun. „Höldum áfram að gæta að okkur og göngum þennan veg saman sem fyrr.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar