Margmiðlunarsýning hefst í Sláturhúsinu um helgina

Næsta sýning í Sláturhúsinu verður margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Hefst hún á laugardaginn kemur.

Á vefsíðu Fljótsdalshéraðs segir að um samsýningu Landverndar og Ólafs Sveinssonar sé að ræða í samstarfi við NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.

Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 3. október klukkan 17:00 og verður opin til 20:00. Eftir það verður hún opin alla virka daga frá 10:00 til 17:00 og lýkur 20. október.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Mynd: Sindri Skúlason á vefnum Fljótadalshérað.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar