Maðurinn fundinn heill á húfi

Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. Hann er nú á leið til byggða með björgunarsveitarmönnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Jafnframt þakkar lögreglan leitarmönnum og öllum þeim sem aðstoðað hafa við verkefnið kærlega fyrir þeirra framlag.

Á annað hundrað leitarmanna voru við leit og fleiri á leið á vettvang til aðstoðar. Þeim hefur nú verið snúið frá og eru væntanlega á heimleið í dag.Það er orðið staðfest að maðurinn er fundinn heill á húfi.

Alls tóku 84 björgunarsveitarmenn frá Austurlandi þátt í leitinni frá því um klukkan 20:00 í gær. Þetta eru sjálfboðaliðar frá björgunarsveitum á svæðinu frá Héraði og að Höfn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.