Lögregla leitar skemmdarvarga

Lögreglan á Austurlandi leitar vísbendinga um þá sem brutu bílrúðu og skemmdi veggklæðningu í miðbæ Egilsstaða í byrjun vikunnar.

Annars vegar var steini kastað í rúðu bíls, sem stóð á bílastæði í miðbænum og hún brotin, hins vegar brotin og skemmd klæðning á húsnæði Skattstofunnar.

Skemmdarverkin voru tilkynnt til lögreglunnar í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust þær var að verið væri að vinna í málunum en engar vísbendingar lægju enn fyrir sem hægt vinna út frá, meðal annars því engar myndavélar væru á næstu grösum.

Hrina skemmdarverka hefur verið á Egilsstöðum síðustu daga. Um helgina var brotist inn í sundlaugina og skemmdur dúkur í henni. Þeir sem þar voru að verki náðust og er málið upplýst.

Ekki er enn heldur ljóst hvað varð af trélistaverkinu Erninum sem slitið var af stalli sínum í byrjun vikunnar en lögreglan vinnur að rannsókn.

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Með ferjunni voru 750 farþegar og gekk tollafgreiðsla hennar vel. Einn farþegi reyndist með Covid-19 smit og bíður þess nú að fá niðurstöður við mótefnamælingu. Hann er í einangrun þarna til.

Nokkrir ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar