Líneik og Þórunn sækjast báðar eftir fyrsta sætinu

Þingkonurnar Líneik Anna Sævarsdóttir frá Fáskrúðsfirði og Þórunn Egilsdóttir bjóða sig báðar fram í oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.


Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudag en kosið verður á tvöföldu kjördæmisþingi eftir tæpar tvær vikur. Formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson hafa báðir gefið kost á sér í sætið.

Í tilkynningu sem Þórunn sendi frá sér á Facebook í gær sagðist hún hafa rætt við marga í kjördæminu undanfarna og framboð hennar væri „rökrétt framhald af þeim viðræðum.“

Hún segist þar skynja „vilja fólks til að fá að kjósa um forustusætið.“ Það sé síðan félagsmanna að ákveða hverjir verði í forustusætunum og „hvað flokknum sé fyrir bestu til framtíðar litið.“

Líneik sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi en illa gekk að ná í Þórunni sem var í göngum.

Eftirtalin framboð bárust kjörstjórn fyrir hádegi á föstudag:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Jökulsárhlíð, 1. sæti
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Akureyri, 1. sæti
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Vopnafirði, 1. – 2. sæti.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fáskrúðsfirði 1. – 3. sæti
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari Húsavík, 2. – 4. sæti
Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri Akureyri, 3. sæti
Margrét Jónsdóttir, lögfræðingur Akureyri 4. – 5. sæti
Halldóra H. Hauksdóttir lögmaður Akureyri 6. – 7. sæti

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar