Líkamsræktarstöðvum í Fjarðabyggð lokað

Vegna hertra sóttvarnarráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum í Fjarðabyggð verið lokað frá og með gærdeginum. Gert er ráð fyrir þessum lokunum að minnsta kosti næstu tvær vikurnar að því er segir á vefsíðu Fjarðabyggðar.

 

Á vefsíðunni kemur einnig fram að líkamsræktarstöðvarnar verði jafnvel lokað lengur eða þar til nýjar ákvarðanir verða teknar af yfirvöldum.


Sundlaugar í Fjarðabyggð verða áfram opnar en miðað er við 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta í laugarnar. Þessar takmarkanir ættu því ekki að hafa teljandi áhrif á starfssemi sundlauganna, en gestafjöldi sem kemur í sund á þessum tíma árs er alla jafna vel undir þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gildi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar