Krummatíta nemur land á Austfjörðum

Skordýrið Krummatíta hefur numið land á Austfjörðum. Kemur þetta fram á vefsíðu Náttúrufræðistofnunnar undir fyrirsögninni: Nýr Austfirðingur.


Á vefsíðunni swegir að í fyrra komu 7 kvenkyns títur í fiðrildagildruna í Neskaupstað. Allar komu þær í síðustu tæmingu í haust.

"Ein karl títa kom í gildruna í fyrra og ein árið 2019. Hafa títurnar nú verið greindar og eru þetta krummatítur (Pachytomella parallela) og eigum við því von á punkti á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands," segir á vefsíðunni.

"Krummatíta er ekki mjög áberandi í íslenskri náttúru og er útbreiðsla hennar hérlendis bundin við suðvesturhornið og telst því ekki sjaldgæf þar, tegundin hefur þó einnig fundist í Eyjafirði og nú á árin 2019 og 2020 á Austurlandi."

Þá segir að Krummatíta er smávaxin og lætur lífið yfir sér, lífshættir hennar eru lítt þekktir en hún finnst í ýmiskonar þurrlendi úti í náttúrunni, jafnvel í blómabeðum og meðfram húsveggjum. Hún er langmest á ferðinni í júlí og ágúst en finnst þá alveg fram í september. Kvenkyns títurnar sem komu í ljósgildruna í Neskaupstað í fyrra eru þó utan þess tíma eða í vikunni 5-12. nóvember.

Mynd: ni.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.