Kosningaaldur lækki fyrst á sveitarstjórnarstigi

Ungmennaráði Múlaþings þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga.

Þetta kemur fram í umsögn ungmennaráðsins um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur) á Alþingi. Það var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem sendi ungmennaráðinu frumvarpið með beiðni um umsögn.

„Ungmennaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með umræðu um kosningaaldur. Ungmenni á Íslandi byrja að borga fullan skatt við 16 ára aldur og því er rökrétt að þau hafi eitthvað um það að segja í hvað þeirra skattpeningar eru notaðir,“ segir í umsögninni.

„Aftur á móti telur ráðið sig ekki geta lýst yfir ánægju með frumvarpið í heild, þar sem því þykir innihald þess ekki eins og best verður á kosið. Ráðinu þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga. Þá gæti m.a. komið reynsla á fyrirkomulagsbreytingar, kjörsókn og stefnuskrár framboða.“

Þá segir í umsögninni að Ungmennaráð Múlaþings áréttar að það fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna, enda eru hagsmunir ungs fólks oft frábrugðnir þeirra sem eldri eru.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.