Katrín með mest fylgi á Austurlandi

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda á Austurlandi. Baldur Þórhallsson fylgir henni þar á eftir.

Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði í síðustu viku. Þar fær Katrín 30,2% á Austurlandi, Baldur 25%, Jón Gnarr 15,3%, Halla Hrund Logadóttir 15%, Halla Tómasdóttir 5,5% og aðrir frambjóðendur 9%.

Fylgi Katrínar og Baldurs er í takt við það sem það mælist á landsvísu. Hjá Jóni Gnarr er það heldur minna.

Austurland er sterkasta landssvæði Höllu Hrundar, en hún var í 10% fylgi á landsvísu í könnuninni. Á sama tíma er fylgi Höllu Tómasdóttur það lægsta á svæðinu, það næst lægsta hjá Katrínu en næst hæsta hjá Baldri. Aðrir frambjóðendur fá einnig frekar mikið fylgi á Austurlandi.

Rétt er að taka fram að svörin á Austurlandi voru 30 talsins. Mest um vert er þó að úrtakið endurspegli samfélagið. Alls svöruðu rúmlega 1.000 manns könnuninni á landsvísu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar