Kanna verð á grasi á Vopnafjarðarvöll

Fyrir liggur að sennilega þarf að skipta út grasinu á Vopnafjarðarvelli. Kannað verður hvort sé hagkvæmara að fá nýtt gras eða gervigras. Minnihlutinn í sveitarstjórn lagði fram tillögu um að málið yrði kannað á síðasta sveitarstjórnarfundi og var sú tillaga samþykkt samhljóða.


Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri, segir að enn sem komið er sé málið í skoðun en henni var falið að kanna kostnaðinn fyrir næstu fjárhagsáætlun.

„Þetta mál er ekki komið lengra en það,“ segir Sara Elísabet. „Við viljum sjá kostnaðinn við að skoða hvort og hvenær þurfi að skipta um eða laga grasið.“

Vopnafjarðarvöllur var áður malarvöllur en gras var sett á hann árið 2014. Aðspurð um afhverju grasið sé orðið svona lélegt á ekki lengri tíma segist Sara Elísabet ekki hafa svör við því. Hinsvegar hafi heyrst þær raddir að undirlagið hafi líklega haft eitthvað með vandamálið að gera.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar