Íbúum fækkar á Austurlandi á milli ára

Íbúum á Austurlandi fækkaði lítillega á síðasta ári miðað við nýjar tölur Hagstofunnar. Fjölgun varð í tveimur sveitarfélögum af átta.


Íbúar á svæðinu frá Djúpvogi til Vopnafjarðar voru 10.280 þann 1. janúar síðastliðinn en voru tæplega 10.350 ári áður. Það er fækkun um 1%.

Íbúum fjölgar í tveimur sveitarfélögum, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fjölgunin á Djúpavogi er 8% sem dugir þó ekki til að ná íbúafjöldanum sem var í byrjun árs 2014, áður en Vísir tilkynnti um flutning fiskvinnslu sinnar.

Fjölgun á Seyðisfirði er óveruleg hlutfallslega líkt og fækkunin í flestum sveitarfélögum. Mest er hún á Borgarfirði 8%.

Nánar er fjallað um íbúaþróun á Austurlandi í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Sveitarfélag 2015 2016 Breyting %
Seyðisfjörður 653 658 5 1%
Fjarðabyggð 4747 4693 -54 -1,10%
Vopnafjarðarhreppur 674 650 -24 -3,60%
Fljótsdalshreppur 75 74 -1 -1,30%
Borgarfjörður 135 124 -11 -8,10%
Breiðdalshreppur 186 183 -3 -1,60%
Djúpavogshreppur 422 456 34 8%
Fljótsdalshérað 3454 3443 -11 -0,30%
Austurland: 10346 10281 -65 -1%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar