Íbúum fækkar á Austurlandi á milli ára

Íbúum á Austurlandi fækkaði lítillega á síðasta ári miðað við nýjar tölur Hagstofunnar. Fjölgun varð í tveimur sveitarfélögum af átta.


Íbúar á svæðinu frá Djúpvogi til Vopnafjarðar voru 10.280 þann 1. janúar síðastliðinn en voru tæplega 10.350 ári áður. Það er fækkun um 1%.

Íbúum fjölgar í tveimur sveitarfélögum, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fjölgunin á Djúpavogi er 8% sem dugir þó ekki til að ná íbúafjöldanum sem var í byrjun árs 2014, áður en Vísir tilkynnti um flutning fiskvinnslu sinnar.

Fjölgun á Seyðisfirði er óveruleg hlutfallslega líkt og fækkunin í flestum sveitarfélögum. Mest er hún á Borgarfirði 8%.

Nánar er fjallað um íbúaþróun á Austurlandi í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Sveitarfélag 2015 2016 Breyting %
Seyðisfjörður 653 658 5 1%
Fjarðabyggð 4747 4693 -54 -1,10%
Vopnafjarðarhreppur 674 650 -24 -3,60%
Fljótsdalshreppur 75 74 -1 -1,30%
Borgarfjörður 135 124 -11 -8,10%
Breiðdalshreppur 186 183 -3 -1,60%
Djúpavogshreppur 422 456 34 8%
Fljótsdalshérað 3454 3443 -11 -0,30%
Austurland: 10346 10281 -65 -1%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.