Hvetja foreldra og forráðamenn til að vera vakandi fyrir hertum aðgerðum í skólum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur foreldra og forráðamenn að vera vakandi fyrir breytingum á skólahaldi í ljósi hertra takmarkana út af Covid-19 faraldrinum.

Á miðnætti tóku gildi hertar reglur þar sem aðeins börn 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu og grímuskyldu, í stað 2005 áður. Ljóst er að þetta mun hafa mikil áhrifum í grunnskólum.

Aðgerðastjórn beinir því til foreldra barna að fylgjast með upplýsingum á heimasíðum sveitarfélaga vegna þessa. Fjarðabyggð tilkynnti strax í gær að starfsdagur verði í öllum grunnskólum á mánudag. Þjónusta og leikskóla og tónlistarskóla verður óbreytt.

Skráning Covid.is fyrir fjórðunginn var uppfærð í morgun. Tveir eru með virkt smit á svæðinu en þeir greindust báðir við landamæraskimun. Þrír eru í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.