Húsfyllir á minningarathöfn um þau sem fórust í flugslysinu í Egilsstaðakirkju

Egilsstaðakirkja var fullsetin í gær þegar haldin var minningarafhöfn um þau þrjú sem fórust þegar flugvélin TF-KLO brotlenti í Sauðahlíðum á sunnudag. Lesin var upp samúðarkveðja frá forseta Íslands í kirkjunni.

Það voru sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli og prófastur á Austurlandi og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli, sem leiddu minningarstundina.

Sr. Sigríður Rún sagði samfélagið allt harmi slegið sem fyndist á því að dofi væru yfir öllu. Margir íbúar hefðu beina eða óbeinar teningar við hin látnu fyrir utan að atburðir sem þessir rifu af gömlum sárum.

„Að fara í gegnum sorgina er einstaklingsferli en þegar svona stór áföll dynja yfir er það samfélagslegt ferli líka. Og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna hluttekningu. Við höfum ólíkan bakgrunn og ólíka nálgun en öll eigum við það sameiginlegt að vilja votta aðstandendum samúð og votta hinum látnu virðingu og þökk.

Það er gott að koma saman, hafa þennan vettvang til að koma saman á erfiðum stundum. Að hafa farveg fyrir sorgina, þessa samfélagslegu. Og að finna samkenndina og sýna hluttekningu,“ sagði Sigríður Rún.

Þá sagði hún að skömmu áður en athöfnin hófst hefði hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hringt og beðið fyrir skilaboðum. „Hann sagði að þjóðin öll væri harmi slegin, við líka sem þó erum ekki tengd þeim sem létust í flugslysinu - það er samhugur í þessu landi við viljum öll sýna samhug. Og hann bað fyrir innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Orð hans endurspegla samfélagið okkar, við finnum til með hvort öðru, við erum þétt samfélag.“

Jóna Kristín ræddi meðal annars styrkinn í bæninni til að taka til að takast á við erfiða tíma. Hún kveikti á þremur stórum kertum við altarið. Hvert þeirra var tileinkað einu þeirra sem fórust í slysinu.

Þau voru voru Kristján Orri Magnússon flugmaður og Skarphéðinn G. Þórisson og Fríða Jóhannesdóttir, sem störfuðu hjá Náttúrustofu Austurlands. Flugið var hluti af reglulegum rannsóknum á hreindýrastofninum en árlega hafa verið farnar nokkrar slíkar ferðir.

„Orð geta ekki lýst því hversu þungbært það er að missa vinnufélaga og vini í svo hörmulegu slysi. Höggvið var stórt skarð í fámennan og þéttan starfsmannahóp. Verkefni næstu daga verða fyrst og fremst að halda utan um hvert annað, styðja og styrkja til að takast á við áfallið saman,“ segir meðal annars í tilkynningu Náttúrustofunnar frá í gær.

Við lok athafnarinnar í gær bauðst kirkjugestum að kveikja á smærri kertum í minningu þeirra sem fórust. Langflestir gestanna þáðu það boð.

Sjálfboðaliðar úr áfallateymi Rauða krossins á Austurlandi sem og prestarnir voru til viðtals eftir stundina. Þeir eru hluti af samráðshóp almannavarna á Austurlandi um áfallahjálp sem virkjaður var strax á sunnudagskvöld.

Samráðshópur um áfallahjálp á Austurlandi:


Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)
Hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma á www.hsa.is og á facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands https://www.facebook.com/www.hsa.is

Kirkjan
Prestar eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:
Kristín Þórunn Tómasdóttir, Egilsstaðaprestakall 8624164, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Austfjarðaprestakall 8971170, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigríður Rún Tryggvadóttir, Egilsstaðaprestakall 6984958 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Arnaldur Arnold Bárðarson, Austfjarðaprestakall 7668344, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, Austurlandsprófastsdæmi 7601033, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félagsþjónustan í Múlaþingi 4700700 fyrir ráðgjöf og upplýsingar
Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð 4709015

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall á raudikrossinn.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar