Hundagerði á Egilsstöðum í grenndarkynningu

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur staðfest að fyrirhuguð uppsetning hundagerðis á Egilsstöðum skuli í grenndarkynningu í samræmi við skipulagslög.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að framkvæmdin feli í sér uppsetningu á 140 sm hárri girðingu með tvöföldu gönguhliði auk aksturshliðs. Staurar meðfram göngustíg verða steyptir niður og panel-girðing á milli en við hinar þrjár hliðarnar, sem liggja meðfram skurðum, er gert ráð fyrir hefðbundinni netagirðingu.

"Um er að ræða tímabundna ráðstöfun þar til afgirtu hundasvæði verður fundin varanleg staðsetning," segir á vefsíðunni.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í síðasta lagi þann 19. maí 2021 í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Jafnframt er unnt að óska eftir frekari upplýsingum á sama netfangi.

Mynd: EFLA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar