Hrun í innanlandsflugi

Hrun hefur orðið í innanlandsflugi í júlímánuði miðað við flutningstölur sem Icelandair birti í Kauphöllinni nú fyrir hádegið. Farþegum fækkaði um tæplega helming og framboðið minnkaði um yfir 60%.

Í tilkynningunni segir að fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect, sem m.a. sinnir flugi til og frá Egilsstöðum, var tæplega 15 þúsund í júlímánuði og fækkaði um 48% á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 64%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar